Bókunarvél

Beinar bókanir í gegnum heimasíðuna þína með Bókunarvélinni frá Mini Hotel án þóknunarkostnaðar. Fáðu bókanir beint af vefsíðunni þinni og njóttu meiri framlegðar. Þó að gestir spari pening, þá deilir þú minna af tekjum þínum með bókunarsíðum.

Beinar bókanir

Bókunarvélin gerir þér kleift að fá beina sölu án þóknunar og minni líkum á afbókun. Þegar bókun er gerð beint í gegnum heimasíðuna þína er hún samstundis skráð í hótelstjórnunarkerfið og breyting á framboði sent á hótelbókunarsíður.

Bókunarvél fyrir gististaði

Við erum með tvær aðrar bókunarvélar tengdar við hótelstjórnunarkerfið okkar, svo þú getur valið það besta fyrir þig og þinn gististað.

Fylgir með

Bókunarvél frá Mini Hotel með einfaldri hönnun. Auðveld innleðing með gott notagildi. Hægt að að nota fjölda tungumála, afsláttarmiða, uppsölu og greiðslugáttir.

Meiri sýnileiki

Bókunarvél frá samstarfsaðilum okkar sem býður upp á meiri möguleika á meiri sýnileika á verðsamanburðarsíðum.

Örugg greiðsla á netinu

Gestir geta greitt með öllum þeim greiðslukortum sem þú tekur við. Við notum SSL 256 öryggisstaðalinn.

"Við vissum ekki af möguleikunum sem skapast af beinum bókunum. Nú endurbóka gestir á heimasíðunni, á lægra verði, og við spörum þóknunarkostnað í leiðinni."

Start your free trial now

No purchase commitment.
*Promotions valid according to region.